Laugardagur 26. október, 2024
3 C
Reykjavik

Sandra var dæmd fyrir að myrða bókasafnsvörð – Sat saklaus í fangelsi í 43 ár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandarísk kona að nafni Sandra Hemme – sem setið hefur í fangelsi í heil 43 ár fyrir morð –  hefur nú verið látin laus; dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að hún væri alsaklaus.

Sandra var árið 1980 dæmd fyrir að morðið á bókasafnsverðinum Patriciu Jeschke.

Í dag er staðan allt önnur. Og betri. Fyrir Söndru.

Dómstóll í ríkinu Missouri í Bandaríkjunum segir að nú séu komin fram ný gögn sem afsanna að Sandra hafi myrt Patriciu.

En hver myrti hana þá?

Vísbendingar eru nú til staðar um að sá seki sé mögulega lögreglumaður er síðar var fangelsaður fyrir annað brot: Hann nú látinn.

- Auglýsing -

Sandra var einungis tvítug að aldri er hún var handtekin; hún var þá undir áhrifum áfengis og annarra fíkniefna, og gaf misvísandi svör um manndrápið.

Nú er hún loksins laus úr haldi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -