Íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru í miklum partýgír í nótt en áberandi mikill fjöldi hávaðakvartana barst lögreglu vegna samkvæma í heimahúsum í nótt, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Rétt fyrir hálf þrjú í nótt barst tilkynning um innbrot í heimahúsi í miðborginni en málið er enn í rannsókn.
Í Hafnarfirði var ökumaður stöðvaður grunaður um að keyra fullur. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli og sýnatöku. Var honum sleppt að því loknu.
Rétt fyrir fjögur í nótt var tilkynnt um eld í iðnaðarhúsnæði en mikinn svartan reyk barst frá einni byggingu fyrirtækisins. Samkvæmt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru þrjár stöðvar sendar á vettvang en í ljós kom að eldur logaði innandyra í húsnæðinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en á meðan á því stóð barst annað útkall á svipuðum stað þar sem brunaviðvörunarkerfi hafði farið í gang en engan eld var að finna.
Slökkviliðið fór alls í 103 sjúkrafluttninga síðasta sólarhringinn, þar af 40 forgangsflutninga, sem telst mikið. Frá hálf átta í gærkvöldi fór slökkviliðið í 59 sjúkraflutninga, þannig að erilsöm helgi er nú að baki hjá slökkviliðinu.
Lögreglan sem starfar í Árbænum, Grafarholtinu, Grafarvoginum, Norðlingaholtinu, Mosfellsbænum, Kjósarhreppinum og á Kjalarnesinu stöðvaði tvo ökumenn ökufanta en sá sem keyrði hraðar mældist á 142 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.