Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

KALEO gefur út Sofðu unga ástin mín: „Viss um að þetta er fyrsta lagið sem ég heyrði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

KALEO gefur út lagið Sofðu unga ástin mín þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Sofðu unga ástin mín er angurvær vögguvísa sem flest börn þekkja. Ljóðið sem kom út árið 1912 er eftir Jóhann Sigurjónsson og var samið fyrir leikritið Fjalla Eyvind. Sofðu unga ástin mín er jafnframt merkilegt fyrir þær sakir að það er eitt fárra þjóðlaga sem enginn veit hver samdi.  Vögguvísan Sofðu unga ástin mín er því vísun í þjóðsögu.

Jökull Júlíusson segir:

„Mér hefur alltaf fundist þessi vögguvísa vera ákaflega falleg með sínum dapurlega undirtón og hefur hún alltaf haft mikla þýðingu fyrir mig. Móðir mín söng þetta lag fyrir mig sem barn og ég er nokkuð viss um að þetta er fyrsta lagið sem ég heyrði.  Mig langaði því að gefa lagið út á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga enda er þessi vögguvísa eins íslensk og þær geta orðið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -