Matvælastofnun hefur sett flutningsbann á alla alifugla frá bænum Dísukoti í Þykkvabæ. Ástæðan er meintur ólöglegur innflutningur kalkúnafrjóeggja frá Færeyjum á síðasta ári. Bannið miðar að því að koma í veg fyrir mögulega dreifingu smitsjúkdóma í aðra alifugla.
Þetta kemur fram á á vef MAST. Það sgir að undan eggjunum eru komnir svartir kalkúnar.
Í lögum um innflutning dýra kemur fram að óheimilt sé að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra. Á vef MAST kemur fram að verið sé að afla upplýsinga um innflutninginn og aðkomu og ábyrgð hlutaðeigandi aðila.