- Auglýsing -
Með kolefnisreiknivél Eflu og Orkuveitu Reykjavíkur getur fólk auðveldlega reiknað út kolefnissporið sitt. Reiknivélin tekur mið af íslenskum aðstæðum.
Aðeins tekur nokkrar mínútur að svara spurningum og fá niðurstöður. Spurningarnar taka meðal annars mið af ferða- og matarvenjum. Þá er einnig spurt út í kaup viðkomandi á þjónustu og vörum.
„Neysludrifið kolefnisspor hins almenna íbúa á Íslandi er um 12 tonn CO₂ ígilda á ári en þyrfti nú þegar að vera um 4 tonn CO₂ ígilda til að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5°C markmiðs Parísarsamkomulagsins,“ segir á vef kolefnisreiknisins.
Þegar niðurstöðurnar liggja fyrir fá þátttakendur upplýsingar um hvernig má minnka kolefnissporið.