Fimmtudagur 3. október, 2024
9 C
Reykjavik

Egill hefur ekki áhyggjur af íslenskunni: „En auðvitað stendur tungumálið ekki í stað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Egill Helgason hefur engar áhyggjur af íslenskunni eins og svo margir um þessar mundir.

Mikið hefur verið talað um hnignun íslenskunnar undanfarið sem og það sem sumir hafa kallað nýlensku, eða kynhlutlaust mál sem RÚV hefur nú tekið upp og vakið fyrir það bæði hrós og last.

„Það er ágætt að láta sig íslenskuna varða en ég held að mikið af þrasinu um að hún sé að fara í hundana sé óþarft. Íslenskan stendur býsna vel. Það er mikið talað, skrifað og sungið á íslensku – oft á afar hugvitsamlegan hátt. En auðvitað stendur tungumálið ekki í stað.“ Þannig hefst Facebook-færsla fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar sem birtist eftir hádegi í dag. Sagði hann einnig að hann hafði talið að tilraunir með kynhlutlaust mál væru að hverfa en svo sé ekki. Þá tekur hann sérstaklega fram að enginn á RÚV skipi starfsmönnum þar að nota kynhlutlaust mál.

„Ég hafði reyndar á tilfinningunni að tilraunir til að nota kynhlutlaust mál væru mjög á undanhaldi – kannski vegna þess að enginn ræður við að tala svoleiðis með öllum tilheyrandi beygingum eða kannski var það bara að detta úr tísku? En þá upphófst ramakvein í fjölmiðlum – held ég mest út af einni blaðagrein sem var full af misskilningi. Get þess hér að það er ekkert yfirvald á Ríkisútvarpinu sem segir okkur hvernig á að tala.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -