Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

„Verið er að undirbúa fæðingu fyrirbura“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Albanska konan sem var flutt úr landi í vikunni ásamt manni sínum og tveggja ára barni er nú undir eftirliti lækna á spítala í Albaníu. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðunni Réttur Barna á Flótta. Konan er komin  35.-36. vikur á leið.

 

Í færslunni segir m.a.: „Vegna langs og þreytandi ferðalags er hún núna í skoðun með mikla samdrætti og á í hættu á að fara af stað. Við erum með mynd af vottorði frá læknum sem sáu um hana og hún verður nú flutt á annan spítala þar sem verið er að undirbúa fæðingu fyrirbura. Þar sem hennar fyrri fæðing var með keisara fannst læknunum mikilvægt að færa hana yfir á aðra stofnun.“

Þess má geta að er fram kemur á Facebook-síðu No Borders fékk konan vottorð á kvennadeild Landspítalans um hversu langt hún væri gengin með barnið og tilmæli um að fljúga ekki. Lögreglan hafi hins vegar ákveðið að styðjast við mat trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar, sem hafi sagt konuna mega fljúga. Konan kannast ekki við að hafa hitt viðkomandi lækni.

Málefni konunnar hafa vakið hörð viðbrögð í vikunni í ljósi þess að Útlend­inga­stofn­un sendi konuna í flug þrátt fyr­ir lækn­is­vott­orð um að það væri óráðlegt.

Nýjustu færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

- Auglýsing -

Sjá einnig: Fjölskyldan komin til Albaníu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -