Laugardagur 28. september, 2024
6.1 C
Reykjavik

Landsréttur þyngdi refsingu í Dubliners-málinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær þyngdi Landsréttur dómi yfir Fannari Daníel Guðmundssyni í hinu svokallaða Dubliners-máli, úr átta ára fangelsi í tíu ár. RÚV segir frá málinu.

Fannar Daníel var dæmdur fyrir kynferðisbrot, rán, tilraun til manndráps og frelsissviptingu. Var hann handtekinn í mars á síðasta ári eftir að hann mætti á skemmtistaðinn Dubliner í miðbæ Reykjavíkur vopnaður haglabyssu sem hann hleypti úr. Skotið hæfði vegg og særðist enginn en tveir fengu þó aðhlynningu. Flúði Fannar af vettvangi og losaði sig við byssuna en hún fannst skömmu síðar. Sólarhring síðar handtók sérsveitin hann.

Árið 2022 var Fannar einnig dæmdur fyrir kynferðisbrot, frelsissviptingu og rán gegn manni. Ari Ívars, annar gerandi í því máli, var dæmdur fyrir frelsissviptingu, rán og sérstaklega hættulega líkamsárás og nytjastuld í málinu. Þyngdi Landsréttur einnig dómi yfir honum úr tveimur og hálfu ári upp í þrjú ár.

Síðan 14. mars 2023 hefur Fannar setið í gæsluvarðhaldi, sem dregst sá tími frá refsingunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -