Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Húðflúrstjarna látin 46 ára að aldri: „Það rífur mig í sundur að þurfa að skilja börnin mín eftir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Húðflúrarinn Ryan Hadley, sem keppti í sjöttu þáttaröðinni af raunveruleikaþættinu Ink Master árið 2015, lést 20. júní eftir baráttu við krabbamein. Hann var 46 ára.

„Ryan yfirgaf þennan heim í gær, umkringdur ástvinum,“ segir í tilkynningu á Instagram-reikningi hans 21. júní. „Þó að ævi hans hafi verið stutt, skildi hann eftir sig arfleifð bæði í lista- og húðflúrheiminum. Hann elskaði hinu fjölmörgu aðdáendur sína, vini sína og viðskiptavini og umfram allt börnin sín. Hans verður saknað og alltaf minnst. Goðsögn að eilífu. #rip #f–kcancer.“

Hinn sex barna faðir frá Fort Wayne í Indiana, sagði frá því í desember síðastliðnum á söfnunarsíðunni GoFundMe, sem dóttir hans, Whitney setti upp, að hann væri kominn í lyfjameðferð við seminoma, illkynja kímfrumuæxli. Það var ekki í fyrsta sinn sem hann fór í krabbameinsmeðferð.

„Ég hef nú verið lagður inn á sjúkrahús til að fara í krabbameinslyfjameðferðina mun fyrr en ég bjóst við,“ skrifaði hann á Instagram. „Síðast þegar ég gekk í gegnum þetta drap það mig næstum og gerði mig skíthræddann.

Hadley snéri aftur til vinnu en tilkynnti í apríl að meðferðin hafi mistekist og að krabbameinið hefði dreift sér um líkamann.

„Mig langar að þakka öllum kúnnum mínum, stuðningsaðilum, vinum og fjölskyldu fyrir 25 ára af húðflúrun. Ég er að opna mig og segja öllum að lyfjameðferðin mistókst algjörlega,“ skrifaði hann á Instagram og birti ljósmynd af sér setja húðflúr á kúnna. „Ég tók þá ákvörðun að fylgja öllum fyrirmælum krabbameinslæknanna og gera allt sem þeir sögðu mér að gera í meðferðinni. Lyfjameðferðin var ekki fyrir mig og nú hefur krabbameinið dreift sér í lifrina og lungun.“

Hann hélt áfram: „Þetta er ólæknandi krabbamein í lifrinni og dauðinn er útkoman. Ég gæti lifað í aðra viku eða kannski í þrjá mánuði, hvort sem er, þá rífur það mig í sundur að þurfa að skilja börnin mín eftir. Dauðinn hræðir mig ekki á neinn hátt … en það er sú staðreynd að ég þurfi að skilja börnin mín eftir sem pirrar mig mjög mikið og það er ekkert sem ég get gert í því. Ég mun halda öllum upplýstum um stöðuna, upp að vissu marki. Ég mun brátt stimpla mig út um eilífð.“

- Auglýsing -

Húðflúrlistamenn minntust Hadley eftir andlátsfregnirnar. „Bestu tímarnir sem ég átti í húðflúruninni, var við hlið Ryan,“ sagði Jacob Wilfong frá Fort Wayne, í athugasemd við andlátstilkynninguna á Instagram. „Ég lærði svo mikið, hann ýtti manni alltaf áfram svo hann næði sem mestu út úr manni. Lengra en maður hafði ímyndað sér að væri mögulegt og að auki var hann alltaf að sýna fólki hvað væri mögulegt með því að taka hlutina á næsta stig. Hann gerði mig að þeim listamanni sem ég er í dag og ég er þakklátur fyrir að hafa þekkt hann á þennan hátt.“

Húðflúrlistamaðurinn Timothy Boor skrifaði: „Ég á honum pottþétt fullt að þakka. Hann hjálpaði ferli mínum gríðarlega og ég mun aldrei gleyma því. Hans verður saknað.“

Síðustu dögum lífs síns eyddi Hadley með ástvinum sínum. „Hann og fjölskylda hans eyddi síðasta tíma sínum saman í golfi, í stuttum ferðalögum og við húðflúrun,“ segir í uppfærslu á GoFundMe síðunni. „Fjölskyldan er enn að safna styrkjum til að hægt sé að borga fyrir jarðarförina og til að hjálpa við að ala litlu börn hans upp, sem er tveggja til ellefu ára.“

- Auglýsing -

Fullorðin dóttir hans, Whitney, deildi einnig persónulegum skilaboðum um föður hennar. „Ég vil bara segja takk fyrir alla hjálpina sem við höfum fengið frá öðrum húðflúrlistamönnum, viðskiptavinum og samfélagsmiðlunum,“ skrifaði hún á Facebook. „Pabbi minn vildi skilja eftir spor í þessum heimi með sínum klikkuðu sköpunargáfum og hann gerði það. Hann var sannarlega meistari í listinni og var mjög virtur meðal margra. List hans mun lifa áfram á húð minni og svo margra annarra, sem og í hans fjölmörgu málverkum. Elska þig pabbi – þú fékkst arfleið þína.“

ET online sagði frá andlátinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -