Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yfir gaf Belmarsh öryggisfangelsið í London í gærmorgun sem frjáls maður eftir fangavist í 1901 dag. Hann samþykkti að játa á sig þá sök að hafa lekið trúnaðargögnum Bandaríkjamanna um stríðin í Írak og Íran. Sátt hefur orðið um að hann muni lýsa sig sekan gegn því að endurheimta frelsi sitt og komast hjá framsali til Bandaríkjanna.
Bandaríkjamenn hafa haldið því fram að leki WikiLeaks á trúnaðargögnunum hafi stofnað lífi fólks í hættu.
Samkvæmt færslu Wikileaks var Assange ekið á Stansted flugvöllinn í London í dag þar sem hann fór um borð í flugvél. Leið hans mun liggja til heimalands hans, Ástralíu.
Seinustu fimm árin hefur Assange dvalið í sex fermetra fangaklefa í allt að 23 klukkustundir á sólarhring. Samkomulag Assange felur ekki í sér frekari afplánun. Í dómskjölum kemur fram að Assange hafi þegar afpánað lengri dóm en sem nemur hámarksrefsingu fyrir það brot sem mun játa. Hann mun sameinast fjölskyldu sinni, eiginkonunni Stellu Assange og börnum þeirra sem hitta föður sinn í fyrsta sinn sem frjálsan mann.