„Nú er svo komið að Sjálfstæðisflokkurinn mælist um 15 prósent í nýrri skoðanakönnun en enginn innan forystu hans kippir sér upp við þessa hrikalegu stöðu,“ segir Jón Kristinn Snæhólm stjórnmálafræðingur við Mannlíf um þá hrikalegu stöðu sem blasir við um stöðu Sjálfstæðisflokksins sem óðum er að breytast í smáflokk, ef marka má kannanir.
Þingflokkurinn með allar sínar sjálfur og plebba
Jón Kristinn gagnrýnir Bjarna enn og aftur harðlega fyrir að þekkja ekki sinn vitjunartíma og vísar til liðins landsfundar. „Ég heyri í ykkur“ sagði Bjarni formaður þá í sigurræðu sinni.
„En hann kann hið pólitíska táknmál. Kann hann að lesa í rúnir þær sem ristar voru á síðasta landsfundi? Þingflokkurinn með allar sínar sjálfur og plebba hátt virðist í engum tengslum við þjóðina, ekki frekar en anorexíu sjúklingur við þá staðreynd, að til þess að lifa þarf að nærast. Sjórnmalaflokkar lifa ekki nema að eiga samtal við fólkið í landinu, sýna skýra stefnu og sinna stefnumálum sínum til framkvæmda,“ segir Jón Kristinn og er ekki í vafa um að flokkurinn sé að óbreyttu á leið til glötunar,
„Sjálfstæðisflokkurinn er haldinn pólitískri anorexiu. Hann er í engum tengslum við kjósendur sína og öndunarvélin hikstar,“ segir Jón Kristinn Snæhólm.