Björn Leví Gunnarsson gagnrýnir forstjóra Vegagerðarinnar sem segir stofnunina ekki viðurkenna að vegirnir sé ónýtir.
Ástand vegakerfis Íslands hefur oft verið gagnrýnt en þó sérstaklega mikið núna enda hafa orðið alvarleg slys nýlega þar sem uppi hafa verið kenningar um að vegurinn hafi gefið sig og þannig ollið slysum. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar sagði í viðtali við mbl.is um ástand vegakerfisins, að stofnunin viðurkenni ekki að vegirnir séu ónýtir. Píratinn Björn Leví Gunnarsson gagnrýnir þessi orð Bergþóru í nýrri Facebook-færslu og bendir á að orðið „ónýtt“ sé ekki teygjanlegt hugtak.
„“Við náttúrulega viðurkennum ekki að vegirnir séu ónýtir“
Dæmi: „Burðarlag vega í Reykhólahrepp og Dalabyggð gaf sig snemma í vor og fór slitlag þar mjög illa á löngum köflum. Því var ákveðið að fræsa slitlagið á þessum köflum saman við burðarlög vegarins, hefla út og þjappa. Þannig hafa vegirnir verið síðan í byrjun mars en til stendur að klæða þá í sumar.“.“
Að lokum segir hann þetta gott dæmi um „óheiðarleika stjórnmálanna í dag“: