Hinn 19. ára Breti, Jay Slater sást mögulega horfa á EM-knattspyrnuleik klukkustundum eftir síðast hafði sést til hans.
Móðir Jay Slater birti nýjar upplýsinga á söfnunarsíðuna inni á GoFundMe, sem sett var á laggirnar til að hjálpa við leitina að hinum týnda unglingi á Tenerife. Ellefu dagar eru liðnir frá því að hann hvarf á eyjunni.
Debbie Duncan (55), tilkynnti í dag að hún ætlaði að draga svolitla upphæð úr söfnuninni á GoFundMe, til að greiða fyrir áframhaldandi leit að syni hennar. Lofaði hún að ástvinir Jay myndu ekki missa vonina og myndu koma heim með hann með sér.
Tilkynning kom stuttu eftir að bæjarstjóri Santiago del Teide, Emilio Jose Navarro, sagði að lögeglan hefði rætt við þó nokkra einstaklinga sem halda að þau hafi séð hinn 19. ára Breta horfa á knattspyrnuleik á Evrópumótinu sem nú fer fram í Þýskalandi um þessar mundir, eftir að vinir hans misstu samband við hann.
Lögreglan er að rannsaka óskýrt myndskeið úr öryggismyndavélum bæjarins, sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá fjallagarðinum Rural de Teno, þar sem talið var að Jay hefði sést síðast, til þess að ganga úr skugga um hvort þar sjáist hinn 19 ára múraralærlingur.
Myndin, sem fjölskyldan deildi með fréttamiðlum, sýnir manneskju ganga í bænum og var tekin um 10 klukkustundir frá því að sími hans tengdist síðast við símamastur.