Margfaldaðu 50.000 með fjölda milljóna króna sem þú skuldar í húsnæðislán. Ef lánið þitt stendur í 10 milljónum, er upphæðin 500.000 kr. Standi það í 20 millljónum er upphæðin 1 milljón kr. og svo framvegis.“ Þannig hefst færsla Breka Karlssonar formann Neytendasamtakanna en hún hefur vakið mikla athygli síðan hún birtist á Facebook-síðu Breka í gær. Þar ræðir hann um veruleika íslenskra húseigenda og ber hann saman við veruleika Færeyinga, sem greiða mun minni vexti af sínum húsnæðislánum en Íslendingar.
Breki hélt áfram:
„Þetta er upphæðin sem þú greiðir árlega í vexti af húsnæðisláninu þínu umfram það sem Færeyingar greiða. Ímyndaðu þér svo hvað þú getur gert við peningana sem þú myndir spara ef vextir á íslandi væru á pari við vexti í Færeyjum. Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“
Því næst fer Breki yfir dæmi um þann veruleika sem blasir við Íslendingum:
Þarna munar fimm prósentustigum, eða 50.000 krónur á hverja lánsmilljón í vaxtagreiðslur á ári. Þegar fyrst var boðið upp á leikinn fyrir sjö árum, var þessi munur 40% lægri. Vaxtamunurinn var „einungis“ 3% árið 2017.“
Í lok færslunnar kemur Breki með tvær góðar spurningar:
ps. Myndin sem fylgir er svar myndavitvélar við spurningunni.“