Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Vinur Jay Slater heyrði hann renna á grjóti í síðasta símtali þeirra: „Ég hringi í þig aftur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn besti vinur Jay Slater, sagði nýverið frá síðasta símtalinu við hinn týnda ungling.

Isla Traquair, glæpablaðamaður, ræddi við einn af þeim sem síðast heyrði frá Jay Slater, áður en hann hvarf á Tenerife fyrir 12 dögum síðan. Hún ræddi við einn besta vin hans, Brad Hargreaves.

Jay, 19 ára, frá Lanca-skíri, hvarf eftir að hafa sótt tónlistarhátíð á Tenerife, 17. júní. Vinir hans voru þeir síðustu til að heyra frá honum en þá sagðist hann vera klukkutímum frá húsinu sem þeir vinirnir leigðu og að síminn ætti mjög lítið batterí eftir.

Einn besti vinur Jay, Brad Hargreaves, opnaði sig um síðasta samtal þeirra félaga, í þættinum This Morning, í dag en hann var einn af þeim síðustu til að heyra í honum áður en hann hvarf.

Brad, 19 ára, átti erfitt með tilfinningar sínar þegar hann talaði um „lífsgleði“ vinar síns og sagði að Jay hefði í upphafi engar áhyggjur af því að rata aftur til vina sinna.

„Hann var í símanum og sagði: „Ég þarf að ganga og fara niður allan þennan veg“,“ sagði Brad og bætti við að Jay hefði lofað að hringja í hann myndbandssímtal en skellti á vegna þess að „einhver annar var að hringja í hann“.

- Auglýsing -

bætti hann einnig við að, að hans mati, hefði Jay örugglega forðast að fara niður veginn sem hann hafði minnst á í símtalinu, þar sem hann væri skarpur og hefði farið öruggari leið niður.

Ungllingurinn minntist einnig á að hann hafi heyrt fætur Jay renna til á steinunum, sem bendi til þess að Jay hafi „farið af veginum. Þannig vissi ég að hann hafði farið af veginum af því að, þú veist að þegar þú gengur á möl, eða hvað sem þetta er, þá geturðu … þú veist hvað ég meina, steinar.“

Útskýrði Brad betur hvað hann átti við: „Hann var í símanum, gangandi niður veginn en hafði farið aðeins af honum, ekki langt, en smá og var að ganga niður, og sagði: „Ég hringi í þig aftur, ég hringi í þig aftur“, af því að einhver annar var að hringja í hann, held ég. Ef hann hugsaði eins og ég, þá hefði hann farið aftur upp og haldið áfram að ganga á veginum… hann hefði ekki farið alla leið þangað niður.“

- Auglýsing -

Isla spurði: „Þú sagðir að þú hefðir heyrt að hann væri að renna niður hlíð?“

Brad svaraði: „Já, þannig vissi ég að hann væri kominn af veginu, því ég heyrði svona hljóð sem maður heyrir þegar maður gengur á möl … á steinum.“

Isla spurði þá: „Varstu áhyggjufullur á þeim tímapunkti?“

Brad: „Ekki þá, af því að við vorum báðir að hlæja að þessu og hann sagði: „Athugaðu hvar ég er“ og ég sagði: „Ég var bara að koma af tónlistahátíðinni“ og hann virkaði ekki áhyggjufullur í símanum, þar til við vissum hversu langt í burtu hann var. Ég sagði: „Stilltu staðsetninguna inn í símanum“ og hann sagði „Kortérs keyrsla eða 14 klukkutíma ganga“. Ég veit ekki hvort það var rétt og ég sagði: „Ef þetta er aðeins 15 mínútna keyrsla, pantaðu þá leigubíl“.“

Undanfarna daga hefur fjölskylda Jay Slater átt undir högg að sækja eftir að GoFundMe herferð hófst hjá þeim, þar sem safnaðist yfir 40 þúsund pundum eða rúmlega sjö milljónir króna. Móðir unga drengsins, Debbie, staðfesti nýlega að fé hafi verið tekið út úr söfnunarreikningum og verði notað til dvalar hennar og ástvina hennar á Tenerife, þar sem þau hafa öll tekið þátt í leitinni að unglingnum.

Mirror fjallaði um málið.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -