Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Eyktarás er til í Borgarfirði – Dóttir Jónasar heiðraði minningu föður síns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt þekktasta dægurlag bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasonar er Einu sinni á ágústkvöldi. Textinn er rómantísk lýsing á ástarfundi þar sem aðeins voru til vitnis nokkrir þrestir. Í ljóðinu eru talin upp nokkur þekkt örnefni á borð við Bolabás, Ármannsfell og Skjaldbreið. Eitt örnefni stingur þó í augu en það er Eyktarás sem engar heimildir eru til um. Talað er um hraunið fyrir sunnan Eyktarás.

Jónas Árnason.
Mynd: Alþingi.

Reyndin er sú að Eyktarás er aðeins skáldskapur þar sem textahöfundur vísar að sögn í eyktirnar, sem hver er þrjár klukkustundir hver og því átta á einum sólarhring.
Löngu eftir að ljóðið var samið var tekið upp götunafnið Eyktarás í Reykjavík. Á síðasta ári varð svo til bæjarnafnið Eyktarás í Borgarfirði. Hús þetta stendur í landi Kópareykja en þar bjó höfundurinn, Jónas Árnason um árabil. Dóttir hans, Ingunn Jónasdóttir, keypti Kópareyki 2 og breytti nafninu á 100 ára afmæli Jónasar í Eyktarás til heiðurs föður sínum. Hér má hlusta á ljóð og lag.

Austur í Þingvallasveit

Einu sinni á ágústkvöldi,
austur í Þingvallasveit
gerðist í dulitlu dragi
dulítið sem enginn veit,
nema við og nokkrir þrestir
og kjarrið græna inn í Bolabás
og Ármannsfellið fagurblátt
og fannir Skjaldbreiðar
og hraunið fyrir sunnan Eyktarás.
Þó að æviárin hverfi
út á tímans gráa rökkurveg,
við saman munum geyma þetta ljúfa leyndarmál,
landið okkar góða, þú og ég.
Texti Jónas Árnason.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -