Betur fór en áhorfðist þegar farþegi í flugi frá Madríd til Montevideo í Úrúgvæ festist.
Það er ekki óalgengt að fólk upplifi ókyrrð í flugvélum en sennilega hafa fáir upplifað jafn mikla ókyrrð og farþegar Air Europa gerðu í flug frá Madríd til Montevideo í gær en þá skaust einn farþeginn upp í loft með svo miklum krafti að hann festist í rýminu fyrir ofan handfarangursgeymslur flugvélarinnar og má þakka að ekki fór verr.
Farþegar vélarinnar náðu á endanum að losa manninn en alls slösuðust 30 farþegar í ókyrrðinni. Í samtali við fjölmiðla lét einn farþegi hafa eftir sér að þetta hafi minnt á hryllingsmynd og hann sé þakklátur fyrir að vera á lífi.
Eftir ókyrrðina var flugvélinni lent í Brasilíu þar sem slasaðir farþegar leituðu sér aðstoðar á sjúkrahúsi.