Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Borgarleikhúsinu og leikhússtjóra til að greiða Atla Rafni Sigurðssyni leikara 5,5 milljónir í bætur.
Dómur í máli leikarans Atla Rafns Sigurðssonar gegn Borgarleikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhússins, var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Niðurstaðan er sú að Borgarleikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra er gert að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur til viðbótar við eina milljón króna í málskostnað. Fréttablaðið greinir fyrst frá.
Atli Rafn stefndi leikhúsinu og Kristínu vegna uppsagnar hans í desember árið 2017. Atli fór fram á 13 milljónir í bætur, tíu milljónir í skaðabætur og þrjár í miskabætur, vegna þess sem hann taldi ólögmæta uppsögn.
Sjá einnig: Leikhússtjóra bárust tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni