Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var ekki viðstaddur þingfestingu á máli hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn ungri konu.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Alberts, var mættur fyrir hönd Alberts og var þingfestingin lokuð en Albert hefur ávallt neitað sök í málinu síðan það kom upp seinasta sumar. Hann var upphaflega kærður til lögreglu sumarið 2023 en eftir rannsókn ákvað héraðssaksóknari að láta niður falla. Konan sem kærði Albert kærði niðurfellinguna og var það til þess að ákæra var á endanum gefin út.
Albert er einn besti knattspyrnumaður Íslands í dag og spilar með ítalska knattspyrnuliðinu Genoa. Á nýloknu tímabili var Albert besti leikmaður liðsins og hafa stórliðin Inter Milan, Tottenham og Napoli ásamt fleirum áhuga á að fá Albert í sínar raðir. Þá hefur Albert spilað 37 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim tíu mörk.