Ólga er í Vestmannaeyjum eftir að meirihluti bæjarstjórnar þar krafði Vinnslustöðina um himinháar bætur vegna þess að skip útgerðarinnar eyðilagði vatnslögnina til bæjarins. Óhappið varð með þeim hætti að skipstjórnendur drógu að ástæðulausu á eftir sér ankeri með þessum afleiðingum. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og einn hluthafa, harðneitar að borga allan kostnað vegna óhappsins en telur rétt að bæjarbúar standi undir stærstum hluta af þeim 1500 milljónum sem kostar að gera við lögnina.
Nú er svo komið að Vestmannaeyjabær ætlar að fara mál við Binna og félaga. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri upplýsti í viðtali við RÚV að ekki yrði hvikað frá kröfunni. Sjálfur er Sigurgeir fastur fyrir. Hann er þekktur fyrir að vera átakasækinn og bæði stífur og þver. Íris bæjarstjóri er kunn fyrir að láta ekki vaða yfir sig. Þarna er því sem skrattinnn sé að fást við ömmu sína og líklegt þykir að Binni fái á baukinn.
Vinnslustöðin hefur hagnast vel undanfarin ár og víst að eigendurnir þurfa ekki á hjálp bæjarbúa til að greiða fyrir þann skaða sem félagið veldur. Það stefnir í blóðug átök í Eyjum …