Mótorhjólakappi sem lenti í slysi í gær við Gígjukvísl í gær er illa haldinn en á lífi. „Hann er töluvert slasaður,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við Vísi um málið. „Við vitum svo sem ekki á hvaða hraða hann var. Það er ekki búið að taka skýrslu af honum eða neitt svoleiðis. En hann virðist renna töluverða vegalengd utanvegar,“ en þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang til að sækja manninn á fimmta tímanum í gær. Ekki er vitað til þess að nein vitni hafi orðið að slysinu en tillögulega beinan kafla er að ræða þar sem slysið varð að sögn Sveins Rúnars en rannsókn á málinu stendur ennþá yfir.