Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Útlendingur handtekinn grunaður um að skipuleggja hryðjuverk: „Verið að fylgjast með honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 2005 kom upp heldur betur vandræðalegt mál fyrir lögregluna en hún handtók ungan mann fyrir litlar sakir.

Fjallað var um málið í DV á sínum tíma en þar er sagt frá að ungur ítalskur arkitektarnemi sem heitir Luigi hafi verið handtekinn vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverkaárás. Af hverju hélt lögreglan að hann væri í slíkum hugleiðingum?

Jú, hann var að taka myndir af Alþingishúsinu og teikna myndir af því. Þetta varð til þess að lögreglan handtók hann á skemmtistaðnum Sirkus. Þegar fjölmiðlar reyndu að leita svara um málið hjá lögreglu voru ekki nein að fá.

„Hann ætlaði að vera hér lengur og fara í Bláa lónið og svona en hann var svo hræddur eftir þessa lífsreynslu að hann fór beint heim,“ sagði vinur Ítalans Luigi við DV en hann heitir einnig Luigi. „Lögreglan hefur verið að fylgjast með honum því þegar Luigi var að skemmta sér á Sirkus á föstudagskvöldið komu þeir og handtóku hann allt í einu,“ sagði Luigi, vinurinn sem býr hér á landi.

„Maðurinn hefur verið dökkur á skinn og hörund og þess vegna hefur hann verið handtekinn. Það er bara eitt orð um þetta mál og það orð er rugl,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um málið en Luigi var sleppt því ekki fundust neinar sannanir fyrir því að hann ætlaði að fremja hryðjuverk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -