Eins og svo oft áður var ansi mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt.
Ökumaður var handtekinn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.
Hann var látinn laus að sýnatöku lokinni.
Stuttu síðar var maðurinn stöðvaður að nýju, ekki nema tveimur götum frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu.
Í úthverfi Reykjavæikurborgarar tilkynnti vitni um umferðaróhapp þar sem ekið hafði verið á umferðarskilti; ökumaður sem og farþegi bifreiðarinnar voru handteknir er þeir reyndu að losa bílinn; grunaðir um ölvunarakstur.
Þeir sofa nú úr sér í fangageymslum og verða yfirheyrðir í dag – þar sem ekki er vitað hvor þeirra ók.