Einn besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar, landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson, er kominn á nýjan til Burnely,en samt sem áður fór hann í raun aldrei.
Jóhann Berg sagði bless við Burnley í maí eftir að liðið náði eigi að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Nú er hins vegar staðan orðin allt önnur eða jafnvel sú sama: Í það minnsta er Jóhann Berg alls ekki á förum frá Burnley; kominn aftur eftir að hafa farið hvergi og þessi frábæri knattspyrnumaður er ánægður – lét hafa þetta eftir sér á á heimasíðu Burnley.
„Já! Ég er kominn aftur og ég er ótrúlega ánægður! Þetta félag hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Það var erfitt að skilja við það í þessari stöðu, eftir fallið. Ég vildi ekki fara. Ég vil hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima. Ég vissi líka að fótboltaferli mínum væri hvergi nærri lokið.“