Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Vinahjónum Egils vísað úr landi: „Tomasso og Analis eru eitthvert besta fólk sem ég hef kynnst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir að nú sé hann „hryggur. Á morgun verða vinir okkar Tomasso og Analis send úr landi. Þau komu hingað fyrir næstum tveimur árum, hafa beðið eftir svari um landvist síðan þá. Þau hafa þráð að fá atvinnuleyfi – en þeim eru í raun allar bjargir bannaðar. Og á morgun þurfa þau að fara aftur í sitt hræðilega heimaland, Venesúela, þar sem allt er í rjúkandi rúst – glæpahópar, her og lögregla vaða uppi með ofbeldi og kúgun en stjórnarherrar hafa engan áhuga á öðru en að skara eld að eigin köku.“

 

„Mér hrýs hugur við tilhugsuninni um hvað svona góðu og mildu fólki reiðir af á slíkum stað,“ segir Egill og bætir því við að „Tomasso og Analis eru eitthvert besta fólk sem ég hef kynnst á ævinni. Þau eru hjálpsöm, óeigingjörn, harðdugleg – þau hafa hjálpað okkur við ýmsa hluti, sérstaklega þegar við stóðum í flutningum – og aldrei vildu þau fá neitt í staðinn. Voru alltaf að passa upp á okkar hag. Þau hafa eiginlega orðið fjölskylda okkar, hafa búið í íbúðinni okkar þegar við förum burt – og alltaf komum við að henni fallegri og betri en áður. Við vorum í vandræðum með ljós í stofunni – við brugðum okkur af bæ og þegar við komum aftur voru þau búin að hanna sérlega glæsileg stofuljós. Vildu koma okkur á óvart.“

Analis.og Tomasso.

Egill færir í tal að Tomasso „er hugbúnaðarfræðingur en getur líka gert við bíla og alla mögulega hluti. Analis gefur honum lítið eftir í fjölhæfninni, en hún er líka meistarakokkur. Það er sárt og óréttlátt að við séum að hrekja burt svona gott fólk. Ég skrifa þetta á grískri eyju. Ég er lukkunnar pamfíll, get ferðast um allan heim á mínu íslenska vegabréfi. Ég hef ekki unnið neitt sérstakt til þess. Þetta er bara tilviljun. Tomasso og Analis eru ekki eins gæfusöm. Við fjölskyldan vonum þó að þau eigi afturkvæmt til Íslands með einhverjum hætti. Viljum leggja mikið á okkur til að það sé hægt. Bæði hafa fest ást á Íslandi, ferðast um landið – og þola kuldann vel. Nei, þetta er þyngra en tárum tekur. En við vonum að þetta bjargist hjá þeim – og þau komi aftur. Við eigum eftir að sakna góðmennsku þeirra og glaðværðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -