Sjálfur kóngurinn Kári hefur fundið ástina í örmum gyðjunnar Evu.
Það var Smartland sem greindi fyrst frá þessu.
Já, Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Eva Bryngeirsdóttir jógakennari og einkaþjálfari hafa fundið taktinn í dansi ástarinnar og una sér vel; þau fóru saman á Moco safnið í Barcelona á Spáni og eftir þá ferð fóru þau út að borða.
Þetta fallega par hefur verið að hittast í nokkra mánuði; hafa svo sannarlega notið lífsins saman í botn.
Segja má að líkamsrækt sameini parið að einhverju leyti; Kári æfir af krafti til að halda sér unglegum og spengilegum sem hann jú vissulega er, og hún Eva hefur það sem atvinnu að koma fólki í gott form.
Já, ástin svífur um og þau Kári og Eva teygðu sig einfaldlega í hana – drekka hana í sig. Já, ástin er yndisleg, ég geri það sem ég vil, maður verður ekki leiður á því til lengdar að vera til.