Að minnsta kosti 30 manns hafa látið lífið í sprengjuárás Rússa sem gerð var á borgir í Úkraínu í dag og var einni eldflauganna skotið á stærsta barnaspítala í Kænugarðs, höfuðborg Úkraínu. Talið er að um 40 eldflaugum hafi verið skotið inn fyrir landamæri Úkraínu og yrðu miklar skemmdir á ýmsum innviðum, verslunum og íbúðarhúsnæði samkvæmt fréttastofunni Reuters. „Allir viðbragðsaðilar hafa verið virkjaðir til þess að bjarga eins mörgum og mögulegt er. Heimurinn allur ætti að beita sér af fullum krafti til þess að binda enda á árásir Rússa,“ sagði Selenskí, forseti Úkraínu um árásina. Borgarstjóri Kænugarðs lét hafa eftir sér að þetta væri með skæðustu árásum á borgina síðan innrás Rússlands hófst í byrjun 2022. Yfirvöld í Rússlandi hins vegar neita að eldflaugunum hafi verið ætlað að særa almenna borgara og segja að þeim hafi verið beint að skotmörkum sem hafi hernaðarlegt gildi.