Í fyrradag var greint frá því að hluthafar í Kjarnafæði Norðlenska hf. hafi samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að 100% hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins, er einn af hluthöfum Kjarnafæði Norðlenska hf. í gegnum fyrirtæki í hans eigu og hefðu kaupin ekki mátt ganga í gegn án lagabreytinga sem gerðar voru í mars af frumkvæði atvinnuveganefndar.
Lagabreytingarnar þóttu umdeildar og telja ýmsir að um spillingu sé að ræða og að í nágrannalöndum okkar myndi Þórarinn þurfa segja af sér.
Mannlíf spyr því lesendur sína: Á Þórarinn Ingi að segja af sér þingmennsku?
Könnun þessari lýkur 10. júlí klukkan 12:00