Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Tveggja barna móðir vann 40 milljónir í Lottó: „Peningar breyta engu í sambandi við hamingjuna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk tveggja barna móðir datt heldur betur í lukkupottinn árið 2004.

„Fyrstu viðbrögðin voru náttúrulega bara gríðarleg geðshræring og svo hló ég bara eins og háliviti,“ sagði konan í samtali við DV árið 2004 en hún vann þá 40 milljónir í Lottó. „Ég brást við þessu eins og hverju öðru gríni og það tók stúlkuna sem hringdi í mig dágóðan tíma að sannfæra mig um að þetta væri ekki einhver lélegur húmor.“

Konan var þó ekki á því að láta þessa peninga breyta sér en hún ákvað að fara huldu höfði og vissu aðeins hún og eiginmaður hennar um vinninginn. „Peningar breyta engu í sambandi við hamingjuna, ég hef verið ákaflega sátt við það sem ég hef haft hingað til. Ég á tvö yndisleg börn og mann. Þau njóta þess auðvitað með mér að eignast þessa peninga. Þetta kemur sér vel, við vorum nýbúin að kaupa hús og ég sé fram á að þetta komi til með að breyta tíu ára framkvæmdaplaninu eitthvað varðandi það.“

Fjölskyldan ákvað að þó að fagna með því að fara í ísbíltúr. „Við héldum upp á þetta fjölskyldan með því að fara í bíltúr saman og ég keypti ís handa okkur. Við höfum alltaf ekið um á hálfgerðum druslum, það getur verið að við látum eftir okkur að kaupa nýjan bíl, en eins og ég segi höfum við engar ákvarðanir tekið varðandi þessi mál,“ sagði konan við DV en hún ætlaði að fá sér fjármálaráðgjöf í ljósi þess að hún ætti allt í einu 40 milljónir.

„Ég hef aldrei á minni guðslifandi ævi haft svona geðveika peninga á milli handanna. Maður hefur komist ágætlega af í gegnum tíðina þó oft hafi verið eitthvað basl á manni. Ég er bara ekkert farin að spá í þetta, ég held að fjölskyldan mín trúi mér varla ennþá. Ég hef aldrei unnið neitt áður og ætla að nýta mér fjármálaráðgjöf sem í boði er. Mér finnst líklegast að maður grynnki á skuldunum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -