Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Furðar sig á fangelsun Kourani: „Slíkt er óviðunandi að mati Afstöðu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, furðar sig á því að dómari í máli Mohamad Kourani, sé ekki búinn að ákveða að maðurinn verði komið undir læknishendur en hann dvelur nú á Litla-Hrauni. Samkvæmt mati geðlæknis er Sýrlendingurinn með ýmsa geðræna kvilla.

Mohamad Kourani, Sýrlendingur sem kom til landsins árið 2018, dvelur nú á Litla-Hrauni og bíður dóms en hann er meðal annars ákærður fyr­ir stungu­árás­ina sem átti sér stað í OK Mar­ket á Hlíðar­enda, í mars. Samkvæmt mati Kristins Tómassonar geðlæknis, er Mohamad sakhæfur en þjáist af ýmsum geðrænum vandamálum. Hann sé siðblindur, með aðsókn­ar­per­sónu­leikarösk­un og áfall­a­streiturösk­un.

Mannlíf spurði Guðmund Inga Þóroddsson, formann Afstöðu um málið, en hann svaraði skriflega.

Hvað finnst þér um þá aðstöðu sem skapast hefur vegna vistar Mohamad Kourani á Litla-Hrauni?

Guðmundur: „Því miður eru fá úrræði í fangelsiskerfinu til að sinna einstaklingum sem eiga við veikindi að stríða. Þeir eru ýmist vistaðir á öryggisklefa eða á s.k. öryggisgangi á Litla-Hrauni. Slíkt er óviðunandi að mati Afstöðu.“

Hafa fangar áhyggjur af stöðu sinni innan Litla-Hrauns eftir komu hans og ef svo er, af hverju?

- Auglýsing -

Guðmundur: „Nei.“

Hefur þú verið í einhverjum samskiptum við Mohamad Kourani eða lögmann hans og hvers eðlis eru þau samskipti?

Guðmundur: „Nei engin samskipti en okkar vettvangsteymi mun líta á hann þegar og ef við fáum grænt ljós á það eða ef hann leitast eftir því. Lögmaður hans þekkir númerið okkar ef við getum komið að liði.“

- Auglýsing -

Hvað telur þú að þurfi að gera til þess að afplánun Mohamad Kourani gangi sem allra best fyrir sig?

Guðmundur: „Að fundið verði viðunandi úrræði, enda verða veikir einstaklingar enn veikari ef þeim er ekki sinnt af heilbrigðismenntuðu fólki. Ég reyndar furða mig á að dómari málsins hafi ekki nú þegar ákveðið að einstaklingurinn sé undir læknishöndum, en ekki vistaður í fangelsi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -