- Auglýsing -
Viðbragðsaðilar voru kallaðir út um klukkan eitt í nótt út í Örfirisey á Granda vegna manneskju sem var talin hafa farið í sjóinn. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Þyrla landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni, auk kafara og báts slökkviliðs Reykjavíkur.
Fram kemur í frétt RÚV um málið að leitin hafi ekki borið árangu og hafi því verið hætt. Engar frekari upplýsingar hafa borist frá viðbragðsaðilum.