Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Hneykslast á aðdáun á Verkamannaflokknum: „Er ekkert skrítið að styðja svona transfóbískan flokk?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Alexandra Briem hneikslast á því íslenska stjórnmálafólki sem mært hafa Verkamannflokkinn í Bretlandi, í ljósi andstöðu flokksins við transfólk.

Borgarfulltrúi Pírata, Alexandra Briem, sem sjálf er transkona, birti skjáskot af frétt af Verkamannaflokknum í Bretlandi, þar sem fram kemur að til standi að banna hormónablokkera. Við skjáskotið skrifar Alexandra færslu þar sem hún hneykslast á íslensku stjórnmálafólki sem mærði flokkinn í aðdraganda kosninga í Bretlandi sem fram fóru fyrir stuttu.

„Ekki það, Verkamannaflokkurinn í Bretlandi var alltaf skárra valið samanborið við Íhaldið. En mér fannst eiginlega nóg um hvað sumir íslendingar, og íslenskt stjórnmálafólk sérstaklega gekk langt í að mæra flokkinn og leiðtoga hans, Keir Starmer í aðdraganda kosninganna, í ljósi þess að þau hafa í raun algjörlega kastað trans fólki út um gluggann.“ Þannig hefst færsla Alexöndru. Og hún heldur svo áfram: „Fyrir kosningar talaði Keir Starmer um að trans konur ættu ekki að eiga væntingu um að vera í ‘kvenna rýmum’ og ef einhver var að vona að það væri kannski bara ákveðin taktík í ljósi orðræðu í Englandi, en þau ætluðu sér samt ekkert að gera neitt mikið, þá var að birtast frétt um að þau ætli að endurnýja bann síðustu ríkisstjórnar við lyfjameðferð sem hægir á eða kemur í veg fyrir kynþroska.“

Að lokum spyr Alexandra nokkurra góðra spurninga:

„Þá er kannski von að ég spyrji hvað fólkið sem var mest að hampa þessum vinum sínum hafi um þessa stefnu að segja? Er ekkert skrítið að styðja svona transfóbískan flokk með ráðum og dáð?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -