Borgarfulltrúi Pírata, Alexandra Briem, sem sjálf er transkona, birti skjáskot af frétt af Verkamannaflokknum í Bretlandi, þar sem fram kemur að til standi að banna hormónablokkera. Við skjáskotið skrifar Alexandra færslu þar sem hún hneykslast á íslensku stjórnmálafólki sem mærði flokkinn í aðdraganda kosninga í Bretlandi sem fram fóru fyrir stuttu.
„Ekki það, Verkamannaflokkurinn í Bretlandi var alltaf skárra valið samanborið við Íhaldið. En mér fannst eiginlega nóg um hvað sumir íslendingar, og íslenskt stjórnmálafólk sérstaklega gekk langt í að mæra flokkinn og leiðtoga hans, Keir Starmer í aðdraganda kosninganna, í ljósi þess að þau hafa í raun algjörlega kastað trans fólki út um gluggann.“ Þannig hefst færsla Alexöndru. Og hún heldur svo áfram: „Fyrir kosningar talaði Keir Starmer um að trans konur ættu ekki að eiga væntingu um að vera í ‘kvenna rýmum’ og ef einhver var að vona að það væri kannski bara ákveðin taktík í ljósi orðræðu í Englandi, en þau ætluðu sér samt ekkert að gera neitt mikið, þá var að birtast frétt um að þau ætli að endurnýja bann síðustu ríkisstjórnar við lyfjameðferð sem hægir á eða kemur í veg fyrir kynþroska.“
Að lokum spyr Alexandra nokkurra góðra spurninga: