Fimmtudagur 12. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Lík Jay Slater líklega fundið: „Krufning og réttarrannsóknir munu fylgja í kjölfarið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björgunarsveitarfólk sem leitað hefur að breska unglingnum Jay Slater á Tenerife hafa nú fundið lík af dreng en enn á eftir að staðfesta að það sé af Slater.

„Sönnunargögn benda sterklega“ til þess að líkamsleifarnar séu af hinum 19 ára Jay Slater, sögðu spænsk yfirvöld við Sky News.

Líkið „virðist vera af Jay Slater“ segja samtökin LBT Globat, sem hjálpar við leit að týndum Bretum í útlöndum en samtökin hafa verið fjölskyldu Slater innan handar.

Í yfirlýsingu frá samtökunum sagði ennfremur: „Svo virðist sem líkið hafi fundist nálægt staðnum þar sem farsími [Jay Slater] var síðast staðsettur. „Þó að enn eigi eftir að auðkenna líkið formlega, fundust eignir og föt Slater á líkinu. „Krufning og réttarrannsóknir munu fylgja í kjölfarið.“

Lögreglan sagði í yfirlýsingu að fjallabjörgunarsveit Almannavarna hefði fundið „líflaust lík ungs manns á Masca svæðinu eftir 29 daga stöðuga leit.“

Þeir bættu við: „Miðað við hversu flókið málið er, var uppgötvunin möguleg þökk sé stanslausri og nákvæmri leit sem var framkvæmd af almannavörðum þessa 29 daga. Til að koma í veg fyrir að forvitnir áhorfendur myndu mæta, hefur svæðið í kring verið afmarkað.

- Auglýsing -

Lögregluan hélt áfram: „Allar vísbendingar benda til þess að þetta gæti verið ungi breski maðurinn sem hefur verið saknað síðan 17. júní, en ekki liggja fyrir fullkomin auðkenning. „Fyrstu rannsóknir benda til þess að hann gæti hafa dottið fyrir slysli á því óaðgengilega svæði þar sem hann fannst. „Við erum að bíða eftir niðurstöðu krufningar.“

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -