Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur verið gerður afturreka með þá ákvörðun að loka rannsókn á meintum mútugreiðslum Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp til erlendra embættismanna í þeim tilgangi að tryggja flóttamönnum að komast frá Palestínu til Íslands.
Sema og María eru sakaðar um að nota fjármuni sem söfnuðust í þágu samtakanna Solaris til að greiða götu palestínskra hælisleitenda frá Gasa. Morgunblaðið segir frá því að ríkissaksóknari hafi fyrirskipað lögreglunni að ljúka rannsókninni og taka ákvörðun.
Víst er að margir haf asamúð með málstað þeirra Semu og Maríu Lilju sem sakaðar eru um að fara á svig við lög til að bjarga fólki frá hrikalegum aðstæðum í stríðshrjáðu landi þar sem Ísraelsmenn hafa drepið um 40 þúsund manns …