Sunnudagur 22. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Hnýtir í Helga vegna „mútumálsins“:„Fólk fær það á tilfinninguna að lögin séu bara fyrir suma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Leví Gunnarsson tekur upp hanskann fyrir Semu Erlu Serdoglu, stofnanda Solaris, og Maríu Lilju Ing­veld­ar Þrast­ar­dótt­ur Kemp, sjálfboðaliða hjá samtökunum vegna ákvörðunar ríkissaksóknara um að skipa lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til að ljúka rannsókn á meintu múturmáli kvennanna.

Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður lagði fram kæru á hendur Semu Erlu og Maríu Lilju en hann sakar þær um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka, er þær fóru til Egyptalands og björguðu fjölmörgu Palestínufólki frá bráðum dauða á Gaza en þau höfðu þá þegar fengið samþykkta fjölskyldusameiningu hér á landi. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafði ákveðið að hætta rannsókn á málinu en hefur nú verið skipað að halda rannsókninni áfram.

Píratinn Björn Leví Gunnarsson skrifaði Facebook-færslu við frétt Vísis um orð Helga Magnúsar Gunnarssonar en hann sagði að góður málstaður dugi ekki einn og sér í máli sem þessu.

„Helgi Magnús vararíkissaksóknari segir að góður málstaður dugi ekki einn og sér sem röksemd fyrir því að eitthvað sé í lagi. „Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós.“

Ég er alveg sammála þessu. Þannig á lögræðisreglan að virka. Vandinn er að dæmin um niðurfellingu mála, sem virðast vera byggð á miklu betri stoðum en þetta mál, eru svo mörg.
Talningarmálið í Borgarnesi, sem dæmi. Endalaust mörg kynferðisbrotamál. Hvítflibbamál …“
Segir Björn Leví að vegna þessa fái fólk á tilfinninguna að lögin séu ekki fyrir alla.„Afleiðingin er að fólk fær það á tilfinninguna (sem er nóg) að lögin séu bara fyrir suma en ekki aðra. Það grefur undan samfélagslegri sátt.

Það getur vel verið að ástæður niðurfellingar hafi ekki staðist hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu, en sýnið mér að slíkar kröfur séu gerðar í öllum málum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -