Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Þrítugur starfsmaður Varnarliðsins tekinn með 12 kassa af bjór – Meira smygl fannst heima hjá honum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í ágústlok árið 1982 var starfsmaður hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli stöðvaður á bíl sínum þar sem hann ók að hliðinu að vellinum á leið sinni til Keflavíkur. Í bílnum fundust 12 kassar af bjór en á þeim árum var bjórinn bannaður. Þegar betur var að gáð kom í ljós stórfellt smygl mannins.

Þrítugur maður var handtekinn við Keflavíkurflugvelli í ágústlok 1982, eftir að 12 kassar af bjór fundust í bílnum en við húsleit fannst mun meiri smyglvarningu og enn fannst meira á vinnustað hans. Var hann úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald. Smylgvarningurinn sem um var að ræða voru áfengi, bjór, tóbak og matvörur. Þá átti að skoða hvort hann hefði jafnvel einnig smyglað vörum á borð við sjónvörpum, myndsegulband, hljómplötur og kassettur.

DV fjallaði um málið á sínum tíma:

Smyglið á Keflavíkurflugvelli:

Eigandinn úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald

Ungur Keflvíkingur hefur verið úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald vegna smygls á áfengi, bjór, tóbaki og matvörum út af Keflavíkurflugvelli. Maðurinn vinnur hjá Varnarliðinu og keypti varninginn þar. Eins og skýrt hefur verið frá í DV komst smyglið upp í hádeginu síðastliðinn sunnudag. Var það á þá leið að fólksbifreið koma akandi að hliðinu á flugvellinum og var á leið til Keflavíkur. Bifreiðinni ók maður sem vinnur hjá Íslenskum aðalverktökum. Lögreglumenn í hliðinu ákváðu að stöðva hann og gerðu leit í bifreiðinni. Fundust strax 12 kassar af bjór. Við yfirheyrslur kom í ljós að hann var að flytja bjórinn fyrir kunningja sinn. Hafði hann farið eina ferð áður meö smyglvarning. Við húsleit heima hjá manninum fundust síðan 12 kassar af bjór. Einnig var leitað á vinnustað hans og fundust þá um 18 kassar af bjór og 60 karton af vindlingum, auk lítilsmagns af áfengi. Eftir þetta var farið til eiganda góssins. Þar fundust um 8 kassar af bjór, auk nokkurra áfengisflaskna og matvöru. Þá er lögreglan á Keflavíkurflugvelli einnig að kanna hvort eigandi smyglsins hafi fleira á samviskunni. Er þar um að ræða vörur eins og sjónvarp, myndsegulband, hljómplötur og kassettur. Eigandi smyglsins hefur ekki komið áður við sögu lögreglunnar. Hann er um þrítugt og býr í Keflavík. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -