Rétt í þessu hengdu meðlimir No Borders samtakanna upp fána Palestínu í glugga Hallgrímskirkju.
Samtökin No Borders stóðu rétt í þessu fyrir mótmælagjörningi í anda Hauks Hilmarssonar, sem einmitt var meðlimur í samtökunum á sínum tíma en samtökin hengdu þrjá fána Palestínu upp í gluggum Hallgrímskirkju og sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingur:
„No Borders stendur fyrir samfélag án landamæra og þjóðríkja, þar sem mannréttindi og ferðafrelsi eru tryggð fyrir öll. Barátta okkar verður ekki unnin fyrr en að hernámi og aðskilnaðar- og nýlendustefnu um allan heim verður útrýmt. Skref í áttina að því er að hernám Ísraels verði lagt niður og palestínskt fólk á flótta geti snúið aftur.
Nú hefur Ísraelsher framið linnulausar og grimmilegar árásir á Gasasvæðið í meira en 9 mánuði. Samkvæmt fræðigrein úr Lancet, elsta og virtasta læknatímariti heims, hafa í kringum 186.000 manns á Gasasvæðinu hafa verið myrt, grafist undir rústum eða soltið í hel, þar af aðallega konur og börn. Mannréttinasamtökin, Euro-Med Human Rights Monitor og Amnesty International telja einnig tölfræði heilbrigðisyfirvalda Gasasvæðisins ekki ná yfir þann fjölda sem hefur verið myrtur af Ísraelsher.
Framferði íslenskra stjórnvalda hefur verið með öllu skammarlegt og ógeðfellt, þar má nefna frystingu framlaga til palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar sem er þessa stundina eina lífæð palestínska barna en sú ákvörðun var einungis tekin vegna nú afsannaðra lyga ísraelsku ógnarstjórnarinnar sem hafði engar handbærar sannanir fyrir staðhæfingum sínum. Einnig hefur ríkisstjórnin einsett sér það markmið að grafa enn frekar undan stöðu palestínsks fólks á flótta sem búsett eru á Íslandi, sem og allra flóttamanna. Þá áformar ríkisstjórnin einnig að brottvísa 11 dreng með Duchenne heilkenni úr landi en læknisvottorð hafa sýnt fram á að brottvísun komi til með að stytta ævi hans gríðarlega, auk þess sem flugið sjálft gæti orðið honum að bana.
Í stuttu máli eru kröfur okkar: