Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Hjóla í formann Fjölskylduhjálparinnar: „Eins og skoðanir rasistans séu bláköld staðreynd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Bragi Páll Sigurðarson hjólar í Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar Íslands og blaðamann Vísis vegna fréttar þar sem Ásgerður segist vera með sérdaga fyrir Íslendinga þegar hún útdeilir matargjöfum, vegna hótana og yfirgangs erlendra aðila. Lögmaður tekur undir orð rithöfundarins.

Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson lætur formann Fjölskylduhjálpar Íslands og Vísi heyra það í nýrri Facebook-færslu sem hann skrifaði við frétt Vísis þar sem vitnað er í viðtal við Ásgerði Jónu Flosadóttur.

„Landsfrægur rasisti er einhverra hluta vegna fenginn í viðtal á útvarpsstöð. Segir þar rasískt kjaftæði og elur á fordómum gagnvart fólki í brjálæðislega viðkvæmri stöðu. Fúskari skrifar frétt eins og skoðanir rasistans séu bláköld staðreynd og viti menn, allir háværustu rasistar landsins droppa við í kommentakerfinu og frussa út hræddum og illa upplýstum skoðunum.“ Þannig hefst harðorð færsla Braga Páls og heldur svo áfram:

„Mikil er ábyrgð fjölmiðlafólks að ala ekki á fordómum. Mikil er ábyrgð ritstjóra að krefjast vandaðra vinnubragða. Sumt fólk er einfaldlega búið að stimpla sig út sem marktækir viðmælendur. Gefum óttanum ekki sviðið.“

Að lokum segir Bragi Páll að vandamálið sé ekki „brún fólk að flýja stríð“.

„Þær fjölskyldur sem þurfa á fjölskylduhjálp að halda eru fórnarlömb kapítalismans. Misskiptingin, græðgin og óheft, sívaxandi stéttaskipting eru vandamálin. Ekki brúnt fólk að flýja stríð. Það er til skítnóg af seðlum en þeir fara í fáa vasa. Restin af ykkur eru launaþrælar. Millarnir eru rótin. Beinið reiði ykkar að þeim sem skapa vandann, ekki að fórnarlömbunum.“

Undir færsluna tekur lögmaðurinn Oddur Ástráðsson en hann segir að haturorðræða sé orðin meira áberandi hjá æðstu ráðamönnum þjóðarinnar og að formaður Fjölskylduhjálpar „höggvi í sama knérunn“. Hér fyrir neðan má sjá athugasemd Odds í heild sinni:

„Í tilmælum ráðherraráðs Evrópuráðsins er hatursorðræða skilgreind sem: „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur sem byggist á umburðarleysi, þar á meðal umburðarleysi sem er tjáð með herskárri/óvæginni þjóðræknisstefnu/þjóðernishyggju eða þjóðhverfum sjónarmiðum, mismunun og fjandskap gegn minnihlutahópum, farandverkafólki og fólki af erlendum uppruna.“
Einn æðsti handhafi ákæruvalds í íslenskri stjórnsýslu tjáði sig í fréttaviðtali á Vísi í vikunni um dóm yfir manni sem hafði áreitt hann og fjölskyldu hans um árabil og viðhaft alvarlegar hótanir. Vitaskuld á enginn að þurfa að þola slíka framkomu eða ástand.
Í grein Vísis er haft eftir ákærandanum að „við séum í stórum stíl að flytja inn kúltur sem er í mörgu frábrugðinn því sem við þekkjum“ og „að það blasi við að menning sumra þessara samfélaga stangist illilega á við okkar gildi og samfélagssáttmála“.
Það að heimfæra glæpsamlega háttsemi eins manns upp á hóp fólks, sem hefur ekkert til saka unnið, og kenna menningu óskilgreinds hóps fólks af erlendum uppruna um sömu glæpi er ekkert annað en hatursorðræða. Það að maður sem gegnir mikilvægri trúnaðarstöðu innan réttarvörslukerfisins viðhafi slíka orðræðu er stóralvarlegt og miklu frekar til þess fallið að spilla okkar samfélagi en að hingað flytjist fólk úr ólíkum menningarheimum.
Fjölskylduhjálparkonan heggur hér í sama knérunn.
Það er verið að normalísera svona orðræðu – með því að meginstraumsfjölmiðlar hleypa henni ósíað að og með því að fólk í áhrifa- og valdastöðum leyfir sér að viðhafa hana óáreitt. Skríllinn eltir svo.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -