Bjarni Benediktsson hitti Karl III Bretakonung eftir fund Evrópuleiðtoga í dag.
Forsætisráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson birti tvær ljósmyndir á Facebook í dag sem sýnir hann í ekki ómerkilegri félagsskap en Karli Bretakonungi. Segir Bjarni að konungurinn hefði talað um laxveiði en sá breski veiddi reglulega hér á landi á árum áður.
Bjarni ritaði eftirfarandi færslu: „Karl Bretakonungur bauð til móttöku að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheim höll. Við ræddum talsvert um laxveiði, en konungurinn veiddi reglulega á Íslandi á árum áður. Hann fylgist enn með stöðu mála hér heima og hafði sérstaklega á orði að veiðitímabilið virtist hafa farið ágætlega af stað í ár.“