Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Karl Bretakonungur ræddi við Bjarna um laxveiði: „Hann fylgist enn með stöðu mála hér heima“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson hitti Karl III Bretakonung eftir fund Evrópuleiðtoga í dag.

Forsætisráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson birti tvær ljósmyndir á Facebook í dag sem sýnir hann í ekki ómerkilegri félagsskap en Karli Bretakonungi. Segir Bjarni að konungurinn hefði talað um laxveiði en sá breski veiddi reglulega hér á landi á árum áður.

Frá spjalli Bjarna og Karls

Bjarni ritaði eftirfarandi færslu: „Karl Bretakonungur bauð til móttöku að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheim höll. Við ræddum talsvert um laxveiði, en konungurinn veiddi reglulega á Íslandi á árum áður. Hann fylgist enn með stöðu mála hér heima og hafði sérstaklega á orði að veiðitímabilið virtist hafa farið ágætlega af stað í ár.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -