Fimmtudagur 17. október, 2024
6.8 C
Reykjavik

Guðni mismælti sig á kosningafundi: „Myndi aldrei gegna þessu embætti í meira en 12 kjörtímabil“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fráfarandi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er nýjastii gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Mannlífið. Þeir félagar spjölluðu saman í Árneshreppi á Ströndum en þar var Guðni í sinni síðustu opinberu heimsókn sinni sem forseti Íslands en hann afhendir Höllu Tómasdóttur lykilinn að Bessastöðum í lok júlí.

Reynir spyr Guðna hvort það hafi verið erfið ákvörðun að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil.

„Ja, hún var snúin að því leiti að, þetta er eins og maður segir við börnin, „Hvort eigum við að fara í bakarí eða ísbúð?“ bæði er best. Ég hefði ekkert grátið mig í svefn ef ég hefði tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér áfram og þá kannski með þá raunhæfu væntingu að ég næði kjöri. En ég velti vöngum yfir þessu öðru hvoru allt þetta kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið.“

Guðni bendir næst á að hann hafi sagt það árið 2016 að ef hann næði kjöri myndi hann vilja sitja í tvö til þrjú kjörtímabil, átta til tólf ár. „Ég mismælti mig reyndar einu sinni á kosningafundi og sagði að ég vildi hafa þetta alveg skýrt, að næði ég kjöri og vildi fólk hafa mig áfram til forystu í samfélaginu, þá myndi ég aldrei gegna þessu embætti í meira en 12 kjörtímabil,“ segir Guðni og hlær. „Það kom svona undrunaralda og ég hugsaði og sagði svo „Já, nei, 12 ár!“.“

Reynir: „12, kjörtímabil …“

Guðni: „Það eru 48 ár!“

- Auglýsing -

Reynir: „Þú hefðir verið á svipuðum aldri og kollegar þínir í Bandaríkjunum.“

Guðni: „Já. Og þeir geta nú líka mismælt sig.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -