Móðir leikmannsins sem stappað var á sagði að sonur hennar hafi fengið heilahristing í kjölfarið og sagði við ABC 7: „Maður sá greinilega stærð skósins á andliti hans.“Fjölskylda drengsins sem réðist á fórnarlambið sagði að hann hafi einfaldlega verið að hjálpa liðsfélaga sínum sem hann taldi hafa verið kýldur og sparkað í baráttunni um boltann áður en hann blandaði sér í málið.
Tumakbo United er filippseyskt-amerískt lið sem samanstendur af leikmönnum sem koma alls staðar af af landinu. Þjálfarar hafi þó sagt fjölmiðlum að þeir telji ekki að málið tengist kynþáttahatri.
Fjölskylda piltsins sem sparkað var í hefur nú tilkynnt málið til lögreglu og er rannsókn á málinu komin í gang.
Payton’s Place sendi frá sér afsökunarbeiðni vegna málsins þar sem sagði: „Hegðunin sem leikmaðurinn okkar sýndi er ekki ásættanleg og hún er tekin alvarlega. Við sættum okkur ekki við ofbeldi. Það er ætlast til að leikmenn okkar hegði sér af heilindum innan vallar sem utan. Á þessari stundu vinna bæði lið saman að því að leysa þetta mál.“
Liðið tilkynnti í gær að leikmaðurinn væri ekki lengur með liðinu.
Hér má sjá atvikið: