Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Lygaútkall olli slysinu á Miklubraut – Lögreglumaður beinbrotinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Betur fór en áhorfðist í gærkvöldi þegar pallbíll klessti á lögreglubíl í forgangsakstri á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar en þrír slösuðust í árekstrinum og var einn þeirra almennur borgari. Þá þurfti að klippa einn lögreglumann úr lögreglubifreiðinni.

SJÁ NÁNAR: Alvarlegt slys á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar – Fjöldi lögreglumanna og akreinum lokað

„Líðan þeirra sem fluttir voru á sjúkrahús er almennt nokkuð góð,“ sagði Unnar Már Ástþórsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Mannlíf um málið. „Þetta á við alla þrjá sem voru í ökutækjunum báðum. Annar lögreglumanna hlaut þó minniháttar beinbrot. Allir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í gærkvöld.“

Enginn eldur

Lögreglumennirnir voru á leið að sinna útkalli en senda þurfti annan bíl í það vegna árekstursins. „Lögregla hafði fengið tilkynningu um slagsmál á milli manna með eggvopni og á sama stað væri kominn upp eldur í því húsnæði sem átökin voru,“ sagði Unnar um útkallið. „Eftir að áreksturinn varð þá var annað lögreglutæki sent í það útkall. Í ljós kom að það útkall var ekki alveg eins og lýst var fyrir lögreglu í upphafi. Það var enginn eldur og stórlega ýkt að það væri verið að nota eggvopn.“

Samkvæmt Unnari er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í gagnaöflun og liggur ekki fyrir ákvörðun hver muni annast rannsókn málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -