Nokkuð ljóst er að Donald Trump eða Kamala Harris verður næsti forseti Bandaríkjanna. Sjaldan hafa tveir líklegustu frambjóðendurnir verið jafn ólíkir í málefnum og mun niðurstaða þessara kosninga hafa mikið áhrif á heimsbyggðina.
Trump verður frambjóðandi Repúblikanaflokksins og eru allar líkur á að Demókrataflokkurinn tefli fram Kamala Harris eftir að Joe Biden, núverandi forseti Bandaríkjanna, dró framboð sitt til baka en hann sigraði Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, örugglega í kosningum árið 2020.
Mannlíf vill hins vegar vita hvað lesendum finnst um málið og spyr því; Hver verður forseti Bandaríkjanna?
Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 26. júlí.