Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, hefur á undanförnum mánuðum verið orðaður við stórlið á Englandi og Ítalíu og ber helst að nefna Inter Milan, Tottenham og Juventus.
Mestur áhugi virtist vera hjá Inter en samkvæmt ítalska blaðinu Corriere dello Sport hefur áhuginn á Albert minnkað umtalsvert eftir að Albert var ákærður fyrir nauðgun þó að fleiri hlutir spili inn í en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst. Líklegt er knattspyrnufélög muni ekki gera tilboð í Albert fyrr en því máli er lokið, verði hann sýknaður.
Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.
Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu hérlendis.