Lesendur Mannlífs hafa ekki mikla trú á að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, muni sigra forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í þetta sinn en aðeins 23% þeirra sem tóku þátt í könnun Mannlífs telja að Trump muni sigra Kamala Harris, varaforseta Bandaríkjanna.
Trump var talinn sigurstrangurlegur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann dró framboð sitt til baka fyrir skömmu og er nokkuð öruggt að Kamala Harris taki sæti hans sem frambjóðandi Demókrataflokksins. Síðan þá hafa kannanir bent til þess að fram undan séu nokkuð jafnar og spennandi kosningar en eins og alþjóð veit þá hafa forsetakosningar í Bandaríkjunum oft mikil áhrif á heiminn eins og við þekkjum hann.
Hægt er að sjá niðurstöðina hér fyrir neðan