- Auglýsing -
Ríkisstjórnin hefur aðeins lagt fram 11 af þeim 29 málum sem hún hugðist leggja fram samkvæmt þingmálaskrá síðan þing var sett fyrir mánuði. Kemur þetta fram í Fréttablaðinu í dag.
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það áhyggjuefni að þetta sé staðan. „Það er talað um bætta áætlanagerð, aukið gagnsæi og meiri skilvirkni þingsins. Það hefst ekki með svona vinnubrögðum,“ segir Oddný, sem veltir fyrir sér hvað sé að gerast á stjórnarheimilinu sem valdi því að málin komi ekki fram. „Það vakna pólitískar spurningar um hvort þetta geti verið út af ósætti innan ríkisstjórnarinnar eða hvort málin stoppi í þingflokkunum. Eða hvort vinnubrögðin séu einfaldlega svona léleg.“