Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Miðflokkurinn fagnar á meðan borgaryfirvöld sitja eftir með höfuðverk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vikulega tekur ritstjórn Mannlífs saman hverjir hafi átt góða og slæma viku. Þessi lentu á lista.

Góð vika – Miðflokkurinn
Baltasar Kormákur fékk langþráðan draum uppfylltan í vikunni þegar Netflix pantaði Kötlu-þætti hans og meðlimir Sigur Rósar önduðu án efa léttar eftir að skattsvikamáli sveitarinnar var vísað frá dómi. Vafalaust hafa þó fáir fagnað jafnmikið og Miðflokkurinn sem náði því takmarki að verða næststærsti flokkur á þingi í skoðakönnun. Eins og kunnugt er hafa þingmenn flokksins orðið uppvísir að ýmsu misjöfnu í gegnum tíðina; níði um minnihlutahópa, útlendingaandúð, stækri kvenfyrirlitningu og fleiru en það hefur ekki komið að sök. Flokkurinn fer úr 12% í 14,8%. Sem sýnir kannski að dólgsháttur borgar sig?

Slæm vika – Reykjavíkurborg
Það virðist ekki eiga af borgaryfirvöldum að ganga. Í vikunni kom í ljós að verktakafyrirtæki, í samstarfi við Samtök iðnaðarins, hefur stefnt Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda sem þeir telja ólögmæt og nema fjárhæðirnar milljörðum króna. Mörgum er enn í fersku minni þegar allt ætlaði um koll að keyra vegna pálmatrés-málsins og þar áður vegna framúrkeyrslu borgarinnar í braggamálinu, þar sem svívirðilega var bruðlað með almannafé. Minnihlutinn í Reykjavík hefur hvað eftir annað bent á óráðsíu í stjórnun og fjármálum borgarinnar og þetta nýjasta mál gæti orðið einn enn höfuðverkurinn fyrir meirihlutann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -