Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Borgari veitti innbrotsþjófi eftirför og afhjúpaði glæpinn – Reiðhjólaþjófur sat uppi með senditæki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Seinheppinn innbrotsþjófur lenti undir smásjó borgara sem stóð hann að verki við innbrot í verslun og hringdi á lögregluna. Sá sem tilkynnt um innbrotið brást hárrétt við og fylgdi þjófinum eftir þegar hann yfirgaf verslunina með þýfið.  Hann fylgdi þjófinum eftir og gaf lögreglunni glögga lýsingu á þjófinum og athæfi hans. Eftirför borgarans stóð allt þar til lögregla koma á vettvang og handtók þjófinn. Hann gat einnig gefið glöggar upplýsingar um það hvar þjófurinn hafði falið hluta af þýfinu. Þjófurinn var læstur inni í fangageymslu.  Skýrsla verður tekin af honum þegar hann verður útsofinn.

Annar seinheppinn þjófur stal reiðhjóli. Svo illa vildi til fyrir ræningjann að hjólið var með sendi sem gerði eigandanum kleift að fylgjast með því hvert þjófurinn hjólaði. Eigandinn elti þannig hjólið „út um allan bæ “ eins og segir í Dagbók lögreglu.

Þjófurinn á hjólinu endaði svo för sína  á vafasömum stað. Eigandinn treysti sér ekki til að fara einn þangað inn og kallaði eftir lögreglu sem mætti á staðinn og upplýsti málið. Lögreglan hafði upp á hjólinu og kom því til eigandans sem af fyrirhyggju hafði upplýst glæpinn.

Þriðjii þjófurinn þessa nótt var staðinn að verki við innbrot á heimili þegar húsráðendur komu að honum. Hann lagði á flótta og sem komst af vettvangi með þýfi úr húsinu meðferðis. Hann hefur ekki enn fundist. Málið í rannsókn.

Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig reyndist hann sviptur ökuréttindum.

Tveir meintir dópsalar, sinn hvoru málinu, voru handteknir og vistaður vegna gruns um vörslu og sölu  fíkniefna. Málin eru í rannsókn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -