Laugardagur 21. september, 2024
8.2 C
Reykjavik

Þriðja barnið látið eftir stunguárásina í Southport – Lögreglan gagnrýnir falsfréttir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þriðja barnið er látið eftir stunguárás í Southport í gær en lögregluyfirvöld á svæðinu greindu frá því fyrir stuttu.

Hin hörmulega árás átti sér stað í félagsmiðstöð á dansskemmtun fyrir börn og voru tugir einstaklinga, börn og fullorðnir, stungnir. 17 ára einstaklingur hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn en samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum bjó hann í nærliggjandi þorpi en er upphaflega frá Wales. Hann á að hafa komið sér á staðinn með leigubíl en sagt er að hann hafi neitað að greiða leigubílstjóranum fyrir farið.

Nú liggja fimm börn og tveir fullorðnir inn á sjúkrahúsi í lífshættu en ekki liggur enn fyrir hvert tilefni árásarinnar var en málið er ekki rannsakað sem mögulegt hryðjuverk.

Stuttu eftir árásina var sagt frá því á Twitter að maður að nafni Ali Al-Shakati stæði fyrir árásinni og hann væri hælisleitandi sem hefði komið til Bretlands í fyrra og væri undir smásjá yfirvalda þar sem hann væri líklegur til að fremja hryðjuverk. Lögreglan hefur staðfastlega neitað öllu slíku og biður fólk og fjölmiðla að vanda sig þegar kemur að umfjöllun um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -