Laugardagur 21. september, 2024
10.1 C
Reykjavik

Önnur djúp lægð á leiðinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sú lægð er olli ansi miklu hvassvirði syðst á landinu í gær er nú sem betur fer að fjarlægjast landið óðum til suðvesturs og grynnist; hins vegar er önnur djúp lægð á leiðinni og mun að öllum líkindum valda leiðindaveðri á landinu öllu.

Búast má aftur við hvassviðri í dag.

Í Öræfum við Svínafell og Skaftafell má reikna með hviðum – allt að 35 til 40 metrum á sekúndu – frá hádegi og líklega fram á kvöld; sama staða er í Mýrdal sem og sums staðar undir Eyjafjöllum með norðaustanátt; frá því um miðjan dag og alveg fram á nótt.

Veðurstofan er á því að mikil rigning fylgi lægðinni á Suðausturlandi, Austfjörðum og Ströndum; búast má við töluverðu vatnsveðri með kvöldinu, í nótt og mestallan mánudag.

Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag; standa fram á morgun.

Lægðin fer að grynnast eftir hádegi á mánudag; lægir sunnan- og austanlands; gengur í norðaustan hvassviðri – norðvestantil, er getur reynst afar varasamt fyrir farartæki er taka á sig mikinn vind.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -